fbpx

um okkur

Síðan 1989

Saga Staðarins

Árið 1989 opnaði Gunnar Georg Sigvaldason, einkaflugmaður og flugkennari veitingastaðinn Catalína.
Staðurinn hét í fyrstu Mamma Rósa veitingahús sem sérhæfði sig í pizzugerð og var staðurinn í vesturenda sama húsnæðis og í dag að Hamraborg 11.

Hvers vegna Catalina?

Gunnar Georg var mikill áhugamaður um flug og áttu flugvélar hug hans allan og það kom fáum á óvart þegar Gunnar ákvað að breyta nafninu á staðnum í Catalína bar. Katalínu flugvél eða Katalínuflugbátur var sjóflugvél af tegundinni PBY Catalina og var hún framleidd á fjórða áratug síðustu aldar en þessar flugvélar voru mikið notaðar hér á landi þar sem lítið var um flugvelli í sjávarplássum í kringum Ísland. Flugmenn voru reglulegir gestir á Catalínu og voru ófáir fundir og viðburðir þar sem þeir komu saman og deildu sögum af þeirra helsta áhugamáli, flugi og flugvélum.

Catalina CAFE

Árið 1998 seldi Gunnar Georg veitingastaðinn hjónunum Steingrími Stefnissyni og Sigríði Samsonardóttur. Þau hjónin ráku staðinn með sama sniði næstu tvö árin en þau opnuðu svo í austurenda sama húsnæðis Café Catalína sem bauð meðal annars upp á koníaksstofu þar sem gestir gátu sest niður í veglegum Chesterfield leðursófasettum og bragðað á margs konar koníaki sem var á boðstólum.
Árið 2004 áttu sér stað miklar breytingar en þá lokuðu þau hjónin Catalínu bar og stækkuðu Café Catalínu til muna og austursalur Catalínu leit dagsins ljós. Þar var kominn alvöru tónleikastaður og voru þar haldnir tónleikar allar helgar og hafa þar stígið á svið margir af helstu tónlistarmönnum landsins og ber þar að nefna Rúnar Þór Rúnarsson, Rúnar Júlíusson, Þóri Baldursson, Gylfa Ægis og ekki má gleyma hljómsveitinni Upplyftingu sem samdi þann fræga slagara „Þrumu stuð í 10 tíma“.

í dAG

Það var svo árið 2017 sem núverandi eigendur tóku við rekstrinum og hafa rekið staðinn til dagsins í dag. Þeir félagarnir hafa tekið til hendinni síðustu ár og hafa miklar breytingar átt sér stað innandyra og ber þar helst að nefna að austursal Catalínu hefur verið breytt í frábæran veislusal sem getur tekið við allt að 100 gestum í mat og drykk. Einnig hafa verið settar upp myndir af þekktu íslensku tónlistarfólki samtímans og til viðbótar skreyta veggi staðarins myndir úr sögu Kópavogs.

Halda viðburð hjá okkur

Hringdu í okkur eða sendu okkur tölvupóst
Scroll to Top